Lífið

"Þetta er alveg skelfilegt"

Ellý Ármanns skrifar
„Þetta er alveg skelfilegt," segir hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir eigandi Gló veitingahússins spurð um vægast sagt ömurlegt atvik sem átti sér stað um helgina en óprúttnir aðilar stálu brokkolíuppskerunni eins og hún lagði sig úr garði foreldra hennar rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið.

Foreldrar Sollu, þau Hildur Karlsdóttir og Eiríkur Haraldsson, hafa ræktað eigið grænmeti í hvorki meira né minna en sextíu ár.

Þau leggja allt í þetta

„Mamma byrjar í febrúar að sá og ræktar hverja plöntu frá grunni og þess vegna er þetta enn sárar því þau leggja allt í þetta," segir Solla en hún setti eftirfarandi skilaboð á Facebooksíðuna sína í von um að fá ábendingar um þjófana.

Ég er í SJOKKI!!! Foreldrar mínir eru með garðskika rétt fyrir utan Reykjavík og eru að rækta sitt eigið grænmeti og hafa gert í tæp 60 ár. Um helgina kom einhver og RÆNDI allri Brokkolíuppskerunni þeirra!!! Endilega verið á varðbergi ef þið heyrið af einhverjum sem eru að reyna að losa sig við illa fengið grænmeti og látið mig vita í innboxið. TAKK.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.