Lífið

Miley er enn litla stúlkan mín

Söngkonan Miley Cyrus, tuttugu ára, olli miklum usla með atriði sínu á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn. Faðir hennar, tónlistarmaðurinn Billy Ray Cyrus, styður hana í gegnum þykkt og þunnt.

“Ég mun auðvitað alltaf vera til staðar fyrir Miley. Hún er enn litla stúlkan mín og ég er enn faðir hennar óháð því hvernig þessi sirkus sem við köllum skemmtanaiðnaðinn endar. Ég elska hana skilyrðislaust og það mun aldrei breytast,” segir Billy Ray.

Miley var einu sinni lítil og saklaus.
Miley hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir atriðið á verðlaunahátíðinni þar sem hún var afar fáklædd og reyndi hvað hún gat að hneyksla umheiminn – sem tókst.

Miley vill losna við barnastjörnuímyndina.
Atriðið með Robin Thicke er umtalað.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.