Fótbolti

Coleman: Bale er ekki í andlegu ástandi til að spila

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gareth Bale
Gareth Bale Mynd / Getty Images
Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, vill meina að Gareth Bale, leikmaður Tottenham Hotspur, sé ekki meiddur og í raun ekki í andlegu ástandi til að leika fyrir landslið sitt í kvöld.

Gareth Bale var valinn í velska landsliðið fyrir vináttulandsleikinn gegn Írlandi í dag en mun ekki taka þátt í leiknum vegna ástands leikmannsins.

Þjálfarinn heldur því fram að Bale hafi lítið æft með Tottenham að undanförnu og sé einfaldlega ekki í andlega né líkamlegu standi til að taka þátt í leiknum.

Real Madrid hefur í allt sumar reynt að fá Bale til liðsins og hafa boðið gríðarháar fjárhæðir í þennan ótrúlega leikmann. Þetta virðist hafa farið illa í leikmanninn sjálfan og á hann erfitt með að einbeita sér.

„Bale mun ekki taka þátt í leiknum gegn Írum vegna þess að hann er ekki í neinu standi til þess, hvorki andlega né líkamlega,“ sagði Chris Coleman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×