Fótbolti

Aron spilaði í sigurleik Bandaríkjanna

Aron með nýju treyjuna sína.
Aron með nýju treyjuna sína.
Aron Jóhannsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir bandaríska landsliðið er það vann flottan 4-3 sigur á Bosníu-Hersegóvínu í Sarajevo.

Aron kom inn af bekknum á 63. mínútu og lét nokkuð til sín taka.

Bosníumenn komust í 2-0 í leiknum en Bandaríkjamenn skoruðu þá fjögur mörk í röð. Jozy Altidore skoraði þrjú og Eddie Johnson eitt.

Edin Dzeko skoraði tvö mörk fyrir Bosníu og Ibisevic eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×