Innlent

Geislafræðingar semja

Gissur Sigurðsson skrifar
Samkomulag náðist með geislafræðingum og fulltrúum Landsspítalans á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Samkomulag náðist með geislafræðingum og fulltrúum Landsspítalans á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Samkomulag náðist með geislafræðingum og fulltrúum Landsspítalans á tólfta tímanum í gærkvöldi. Uppsagnir 40 geislafræðinga tóku samt gildi á miðnætti, þar sem ekki er búið að bera samkomulagið undir geislafræðingana, sem sögðu upp. Það skýrist því ekki fyrr en síðar í dag hvort þeir, eða hluti þeirra, dregur uppsagirnar til baka á gurndvelli nýja samkomulagsins. Í endurnýjuðum stofnanasamningi felst hækkun vegna jafnlaunaátaks ríkisins, og breytingar á vinnuframlagi og vagtakerfi. Formaður samninganefndar geislafræðinga er vongóður um að sem flestir dragi uppsangir sínar til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×