Enskir fjölmiðla greina margir hverjir frá því í dag að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sé jafnvel á leiðinni til síns gamla félags Manchester United.
Viðræður á milli félaganna eiga að hafa staðið yfir síðastliðna tólf daga en forráðamenn Manchester United settu sig í samband við Real Madrid eftir að í ljós kom að liðið ætli sér að klófesta Gareth Bale frá Tottenham fyrir metfé.
Samkvæmt fréttum ytra mun Manchester United greiða 80 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo en það er einmitt upphæðin sem félagið fékk fyrir leikmanninn árið 2009 þegar hann yfirgaf United.
Ronaldo lék fyrir Manchester United á árunum 2003-2009 og skaust upp á sjónvarsviðið undir stjórn Alex Ferguson hjá liðinu. Nú gæti annar Skoti tekið við leikmanninum hjá United en David Moyes tók við Manchester United í maí.
Tólf daga viðræður milli United og Real Madrid um Ronaldo
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
