Enski boltinn

Newcastle festir kaup á frönskum framherja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bafetimbi Gomis í leik með Lyon.
Bafetimbi Gomis í leik með Lyon. Mynd / Getty Images
Enska knattspyrnuliðið Newcastle hefur fest kaup á franska framherjanum Bafetimbi Gomis frá Lyon.

Newcastle greiðir tæplega 9 milljónir punda fyrir þennan snjalla leikmann.

Leikmaðurinn mun vera sá fyrsti sem hinn umdeildi Joe Kinnear, yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle, fær til liðsins.

Gomis gerði 16 mörk í frönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en þessi 27 ára framherji gæti styrkt framlínu Newcastle töluvert á næstu leiktið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×