Enski boltinn

Rooney fór ekki með United til Svíþjóðar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Patrice Evra og Wayne Rooney
Patrice Evra og Wayne Rooney Mynd / getty images
Enski framherjinn Wayne Rooney mun ekki ferðast með liðinu til Svíþjóðar þar sem Manchester United leikur æfingaleik við AIK í Stokkhólmi á morgun.

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United tilkynnti þetta í viðtali við Sky Sports en ástæða mun vera að leikmaðurinn sé að glíma við smávægileg meiðsli í öxl.

Fréttirnar renna að vissu leyti stoðum undir þær kenningar að hann hafi nú þegar leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester United.

United hafnaði boði Chelsea í leikmanninn um helgina en liðið bauð 25 milljónir punda í þennan 27 ára Englending.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×