Enski boltinn

Viðurkennir að hafa brotið veðmálareglur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cameron Jerome
Cameron Jerome Mynd / Getty Images
Cameron Jerome, leikmaður Stoke, hefur nú viðurkennt að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins varðandi veðmál.

Jerome mun hafa veðjað á leik í keppni sem hans eigið lið tók þátt í og slíkt er stranglega bannað. Málið er í rannsókn og er leikmaðurinn ekki grunaður um að hagræða úrslitum.

Knattspyrnuliðið Stoke hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi málið þar sem fram kemur að liðið styðji leikmanninn en harmi dómgreindarleysi hans.

Ekki hefur verið ákveðin refsing í málinu en hann gæti átt yfir höfði sér einhverskonar bann og fjársekt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×