Enski boltinn

Quagliarella jafnvel á leiðinni til Norwich

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fabio Quagliarella
Fabio Quagliarella Mynd / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Fabio Quagliarella er nú orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Norwich en þessi þrítugi framherji hefur verið á mála hjá ítalska félaginu Juventus síðastliðin 3 ár en hann hefur leikið 67 leiki fyrir félagið.

Juventus varð ítalskur meistari á síðustu leiktíð og gerði Quagliarella 13 mörk fyrir félagið.

Leikmaðurinn á að baki 25 landsleiki fyrir Ítalíu og þótti eitt mesta efni Ítalíu á árum áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×