Enski boltinn

Orðin sem má ekki segja á Anfield

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Öryggisverðir í ensku úrvalsdeildinni þurfa að vera vel á verði.
Öryggisverðir í ensku úrvalsdeildinni þurfa að vera vel á verði. Nordicphotos/Getty
„Þú spilar eins og stelpa", „Stelpustrákur", "sígauni" og „spassi" eru orð sem stuðningsmenn á Anfield Road fá ekki að láta út úr sér án þess að verða refsað.

Öryggisverðir á Anfield, heimavelli Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hafa fengið í hendur lista yfir orð og orðalag sem stuðningsmenn á Anfield mega ekki láta út úr sér.

Á listanum má finna til að mynda finna niðrandi orð fyrir samkynhneigða, konur, fatlaða, smávaxna og aðra kynþætti. Listinn á að gera öryggisvörðunum auðveldara fyrir í starfi að meta hvort stuðningsmenn gangi of langt.

Félagið segist ætla að útrýma níð á heimaleikjum sínum hvort sem hann viðkomi trú, kynþætti, kynhneigð, kyni eða fötlun.

Framherji Liverpool, Luis Suarez, var dæmdur í átta leikja bann á síðustu leiktíð fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra, leikmanns Manchester United. Liverpool var í kjölfarið gagnrýnt töluvert af samfélagi blökkumanna fyrir aðkomu sína að málinu.

Leikmenn Liverpool munu einnig fá leiðbeiningar hvernig þeir skuli haga sér að því er BBC greinir frá.

Listinn sem afhentur var starfsmönnum á Anfield.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×