Enski boltinn

City notað til að bæta ímynd Abu Dhabi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sheikh Mansour.
Sheikh Mansour. Nordicphotos/AFP
Eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City hafa verið sakaðir um að nota félagið til þess að bæta almenningsálitið í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Mannréttindasamtökin Human Right Watch (HRW) fullyrða þetta í kjölfar fjöldahandtaka og fregna af pyntingum í fangelsum í landinu.

Fullyrt er að Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, sé í raun rekið af Khaldoon-al-Mubarak. Sá er einnig í forsvari fyrir hóp sem gefur furstadæminu ráð um hvernig bæta eigi ímynd þess í heiminum.

Mansour sagði í viðtali við Guardian árið 2008 að kaupin á City væru til marks um gang mála í Abu Dhabi. Gildin sem væru við lýði hjá City væru þau sömu og væru við lýði í heimalandi hans.

Nickholas McGeehan hjá HRW segir í samtali við Guardian að enska knattspyrnufélagið sé í raun notað til að hylma yfir mannréttindabrotin sem framin eru í konungsdæminu. Það ætti að vera áhyggjuefni fyrir stuðningsmenn liðsins líkt og mannréttindasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×