Enski boltinn

Dyer leggur skóna á hilluna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kieron Dyer fagnar marki í leik með Newcastle.
Kieron Dyer fagnar marki í leik með Newcastle. Nordicphotos/AFP
Knattspyrnukappinn Kieron Dyer hefur lagt skóna á hilluna 34 ára gamall. Hann ætlar að snúa sér að þjálfun. The Sun greinir frá þessu.

Dyer hefur glímt við meiðsli nánast allan sinn feril. Hann þótti mikið efni hjá Ipswich í b-deildinni og gekk í raðir Newcastle árið 1999 þar sem hann spilaði í átta ár.

Hátindur Dyer var líklega þegar Newcastle lék undir stjórn Sir Bobby Robson heitins í Meistaradeild Evrópu. Meiðsli urðu til þess að hann missti af fjölmörgum leikjum hjá Newcastle og síðar hjá West Ham, QPR og Middlesbrough.

Dyer spilaði 33 landsleiki fyrir England.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×