Enski boltinn

Mætti á æfingu í morgun | Gæti farið frá Spurs á næstu dögum

Stefán Árni Pálssonj skrifar
Gareth Bale verður dýrasti leikmaður sögunnar.
Gareth Bale verður dýrasti leikmaður sögunnar. Mynd / Getty Images
Gareth Bale mætti á æfingu hjá Tottenham Hotspurs í morgun en nú bendir margt til þess að leikmaðurinn verði dýrasti leikmaður í sögunni en spænska stórveldið mun hafa boðið 86 milljónir punda í Bale.

Það gerir rúmlega fimmtán milljarðar íslenskra króna fyrir þennan 24 ára miðjumann.

Leikmaðurinn er að glíma við smávægileg meiðsli og hefur ekki tekið þátt í undanförnum æfingaleikjum fyrir Tottenham.

„Real Madrid er stærsti klúbburinn í heiminum og hvernig er hægt að segja nei við þeim,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports.

„Ég tel að Tottenham eigi eftir að selja leikmanninn. Sagan gefur til kynna að liðið eigi eftir að láta leikmanninn frá sér. Michael Carrick, Luka Modric og Dimitar Berbatov voru allir seldir frá félaginu og þetta er bara tímaspursmál.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×