Efast um að til sé lagastoð fyrir úthlutun hlutabréfa í Landsbankanum Hrund Þórsdóttir skrifar 21. júlí 2013 18:30 Nýlega var tilkynnt að starfsmenn Landsbankans myndu eignast tæplega eins prósenta hlut í bankanum og nemur hlutur þeirra sem verið hafa í fullu starfi síðastliðin fjögur ár allt að fernum mánaðarlaunum, eftir skatta. Hlutabréfunum er úthlutað samkvæmt samningi sem gerður var við kröfuhafa bankans árið 2009, en þeir vildu að starfsmenn fengju hvata til að hámarka verðmæti skuldabréfa sem óvissa var um heimtur á. Skattalegt verðmæti hlutabréfanna er 4,7 milljarðar króna. Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar og situr jafnframt í nefnd um hagræðingu í opinberum fjármálum. Hún efast um réttmæti úthlutunarinnar. „Ég velti fyrir mér hvort það sé einhver lagastoð fyrir þessu því þetta lítur út fyrir að vera nokkurs konar gjafagjörningur. Það er alveg klárt í fjárlögum að þegar á að selja ríkisfyrirtæki eða hluta úr ríkisfyrirtækjum þá þarf að fara slík heimild í gegnum þingið,“ segir Vigdís. Hún segir óeðlilegt að hægt sé að ráðstafa eigum ríkisins með þessum hætti. „Og svo er náttúrulega sorglega hliðin á þessu öllu saman að þetta byggist upp á þessu kaupaukakerfi og hverjir hafa orðið fyrir barðinu á því að Landsbankinn fái allar sínar endurheimtur upp í topp? Það eru skuldug heimili og landsmenn sem jafnvel er búið að bera út af heimilum sínum þannig að það eru harkalegar innheimtuaðgerðir sem liggja að baki þessum upphæðum.“ Vigdís segir gjörninginn siðlausan og segir ekki koma til greina að taka upp kaupaukakerfi í fyrirtækjum eða stofnunum á vegum ríkisins. „Alls ekki, því að ríkið er til þess að reka sjálft sig en ekki til þess að umbuna fólki sem vinnur hjá því á annan hátt en segir til um í kjarasamningum.“ Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Nýlega var tilkynnt að starfsmenn Landsbankans myndu eignast tæplega eins prósenta hlut í bankanum og nemur hlutur þeirra sem verið hafa í fullu starfi síðastliðin fjögur ár allt að fernum mánaðarlaunum, eftir skatta. Hlutabréfunum er úthlutað samkvæmt samningi sem gerður var við kröfuhafa bankans árið 2009, en þeir vildu að starfsmenn fengju hvata til að hámarka verðmæti skuldabréfa sem óvissa var um heimtur á. Skattalegt verðmæti hlutabréfanna er 4,7 milljarðar króna. Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar og situr jafnframt í nefnd um hagræðingu í opinberum fjármálum. Hún efast um réttmæti úthlutunarinnar. „Ég velti fyrir mér hvort það sé einhver lagastoð fyrir þessu því þetta lítur út fyrir að vera nokkurs konar gjafagjörningur. Það er alveg klárt í fjárlögum að þegar á að selja ríkisfyrirtæki eða hluta úr ríkisfyrirtækjum þá þarf að fara slík heimild í gegnum þingið,“ segir Vigdís. Hún segir óeðlilegt að hægt sé að ráðstafa eigum ríkisins með þessum hætti. „Og svo er náttúrulega sorglega hliðin á þessu öllu saman að þetta byggist upp á þessu kaupaukakerfi og hverjir hafa orðið fyrir barðinu á því að Landsbankinn fái allar sínar endurheimtur upp í topp? Það eru skuldug heimili og landsmenn sem jafnvel er búið að bera út af heimilum sínum þannig að það eru harkalegar innheimtuaðgerðir sem liggja að baki þessum upphæðum.“ Vigdís segir gjörninginn siðlausan og segir ekki koma til greina að taka upp kaupaukakerfi í fyrirtækjum eða stofnunum á vegum ríkisins. „Alls ekki, því að ríkið er til þess að reka sjálft sig en ekki til þess að umbuna fólki sem vinnur hjá því á annan hátt en segir til um í kjarasamningum.“
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira