"Við erum ekki vændiskonur" Hrund Þórsdóttir skrifar 21. júlí 2013 19:30 Tvær breskar starfsstúlkur á kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti segja erfitt að sitja undir ásökunum um að þær séu vændiskonur og að mansal sé stundað í tengslum við staðinn. Þær vilja opinbera afsökunarbeiðni frá þeim sem hafa viðhaft slík ummæli og hafa ráðið sér lögfræðing til að fylgja málinu eftir. Hrund Þórsdóttir ræddi við þær á VIP Club í dag. Ilona og Emily komu til Íslands síðastliðinn þriðjudag. Þær hafa gegnt starfinu víða í sex og níu ár og segjast hamingjusamar. Starfið sé skemmtilegt og þær hafi ágætlega upp úr því. „Við vinnum við að skemmta. Við tölum við karlmenn, látum þeim líða þægilega, dönsum fyrir þá og syngjum. Eða bara það sem gerir þá ánægða.“ Viðskiptavinir greiða fyrir tíma í einrúmi með þeim og þá er farið afsíðis á efri hæð staðarins. Þær segja konur jafn velkomnar og karlmenn. „Við færum upp með konu alveg eins og karlmönnum. Við mismunum engum.“ Aðspurðar segjast þær stundum beðnar að gera hluti sem þær vilji ekki gera. „Auðvitað kemur það fyrir. Það gerist alls staðar í dansbransanum.“ Í Fréttablaðinu var haft eftir starfsmanni að í boði væri að fara afsíðis með starfsstúlkum og þar gætu þær veitt viðskiptavinum það sem þeir vildu. Tíu mínútur voru sagðar kostar 20 þúsund krónur. Ilona og Emily neita þessu. „Við dönsum og förum ekki inn í herbergi til að gera neitt annað. Þetta snýst um félagsskap okkar, það er allt og sumt. Félagsskapur, dans, kampavínsglas eða flaska.“ Þær segjast skilja að fólk hafi skoðun á starfseminni en að erfitt sé að sitja undir lögregluheimsóknum og því að vera kallaðar vændiskonur. Þær fara fram á opinbera afsökunarbeiðni frá þeim sem hafa viðhaft slík orð. „Auðvitað ætlum við að verjast þessu. Hvað á maður annað að gera?.“ Þær stöllur hafa ráðið sér íslenskan lögmann og hyggjast fylgja málinu eftir. Þær vilja taka fram að ýmsar rangfærslur hafi verið í umfjöllun fjölmiðla um málið. „Við erum enskar, við erum ekki vændiskonur og við erum ekki frá Slóveníu. Við kunnum mjög vel við okkur hér. Okkur er ekki haldið gegn vilja okkar og við vinnum fyrir vingjarnlegt fólk.Viðskiptavinir geta farið afsíðis með stúlkunum í þar til gert herbergi. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Tvær breskar starfsstúlkur á kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti segja erfitt að sitja undir ásökunum um að þær séu vændiskonur og að mansal sé stundað í tengslum við staðinn. Þær vilja opinbera afsökunarbeiðni frá þeim sem hafa viðhaft slík ummæli og hafa ráðið sér lögfræðing til að fylgja málinu eftir. Hrund Þórsdóttir ræddi við þær á VIP Club í dag. Ilona og Emily komu til Íslands síðastliðinn þriðjudag. Þær hafa gegnt starfinu víða í sex og níu ár og segjast hamingjusamar. Starfið sé skemmtilegt og þær hafi ágætlega upp úr því. „Við vinnum við að skemmta. Við tölum við karlmenn, látum þeim líða þægilega, dönsum fyrir þá og syngjum. Eða bara það sem gerir þá ánægða.“ Viðskiptavinir greiða fyrir tíma í einrúmi með þeim og þá er farið afsíðis á efri hæð staðarins. Þær segja konur jafn velkomnar og karlmenn. „Við færum upp með konu alveg eins og karlmönnum. Við mismunum engum.“ Aðspurðar segjast þær stundum beðnar að gera hluti sem þær vilji ekki gera. „Auðvitað kemur það fyrir. Það gerist alls staðar í dansbransanum.“ Í Fréttablaðinu var haft eftir starfsmanni að í boði væri að fara afsíðis með starfsstúlkum og þar gætu þær veitt viðskiptavinum það sem þeir vildu. Tíu mínútur voru sagðar kostar 20 þúsund krónur. Ilona og Emily neita þessu. „Við dönsum og förum ekki inn í herbergi til að gera neitt annað. Þetta snýst um félagsskap okkar, það er allt og sumt. Félagsskapur, dans, kampavínsglas eða flaska.“ Þær segjast skilja að fólk hafi skoðun á starfseminni en að erfitt sé að sitja undir lögregluheimsóknum og því að vera kallaðar vændiskonur. Þær fara fram á opinbera afsökunarbeiðni frá þeim sem hafa viðhaft slík orð. „Auðvitað ætlum við að verjast þessu. Hvað á maður annað að gera?.“ Þær stöllur hafa ráðið sér íslenskan lögmann og hyggjast fylgja málinu eftir. Þær vilja taka fram að ýmsar rangfærslur hafi verið í umfjöllun fjölmiðla um málið. „Við erum enskar, við erum ekki vændiskonur og við erum ekki frá Slóveníu. Við kunnum mjög vel við okkur hér. Okkur er ekki haldið gegn vilja okkar og við vinnum fyrir vingjarnlegt fólk.Viðskiptavinir geta farið afsíðis með stúlkunum í þar til gert herbergi.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira