Innlent

Tvö umferðarslys í Norðurárdal

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að sögn lögreglu gengur umferð í Borgarfirði mjög hægt vegna slysanna.
Að sögn lögreglu gengur umferð í Borgarfirði mjög hægt vegna slysanna.
Slys varð í Norðurárdal þegar bifreið var ekið á lamb. Ökumaður rútu fyrir aftan bifreiðina náði ekki að hemla í tæka tíð og sveigði því frá. Lenti hann þannig framan á jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Þrír voru fluttir á spítala eftir áreksturinn og voru þeir allir í jeppanum sem hafnaði utan vegar.

Þá var ökumaður vélhjóls fluttur á sjúkrahús eftir að hafa kastast af hjólinu við Hreimsstaði í Norðurárdal. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til en beiðnin síðan afturkölluð og sneri þyrlan því við. Vélhjólamaðurinn er sagður fótbrotinn.

Að sögn lögreglu gengur umferð í Borgarfirði mjög hægt vegna slysanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×