Skilagjald 357 prósentum hærra í Danmörku en á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 23. júlí 2013 18:50 Skilagjald fyrir einnota drykkjarumbúðir er 50 til 357 prósentum hærra í Danmörku en hér á landi, þar sem gjaldið er 14 krónur. Skilagjaldið hér á að hækka með neysluvísitölu og mun væntanlega hækka um eina krónu á næstunni. Íslendingar eru duglegir við að skila inn einnota umbúðum en um 90 prósent einnota umbúða skila sér til Endurvinnslunnar ár hvert. Skilagjaldið á Íslandi er 14 krónur en í Danmörku er það allt frá tuttugu og einni krónu upp í sextíu og fjórar krónur, allt eftir gerð og stærð umbúðanna. Munurinn er 50 til 357 prósent. Endurvinnslan selur um 700 tonn af áli og 1.800 tonn af plasti á ári til frekari endurvinnslu í útlöndum og er velta fyrirtækisins um 260 milljónir króna á ári. Verð á áli ræður miklu um hag fyrirtækisins en það er fremur lágt um þessar mundir. Helgi Lárusson framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar segir skilagjaldið hér bundið lögum og hækki með neysluvísitölu. Það hafi verið 5 krónur þegar gjaldið var tekið upp árið 1989. "Við höfum reyndar sjálfir óskað eftir hækkun á þessu gjaldi, en það er eins og ég segi ákveðið samkvæmt lögum. Nú er reyndar verið að vinna í að breyta þessum lögum þannig að þetta gæti orðið frjálst. En ég er hins vegar ekki alveg sammála því að gjaldið á Norðurlöndunum sé endilega besta gjaldið," segir Helgi. Víðs vegar um Evrópu utan Norðurlandanna og í Bandaríkjunum sé gjaldið svipað og hér. En væri ekki meira hvetjandi fyrir fólk að skila inn umbúðum ef gjaldið væri t.d. 20 krónur? "Það má alveg velta því fyrir sér. Við sjáum að við erum ekki langt frá Norðurlöndunum í skilum. Við erum með um 90 prósent skil á áli og um 87 prósent í plasti. Þetta er keimlíkt og á hinum Norðurlöndunum sem eru með 90 plús. Þannig að hvatinn þar liggur kannski í því að skilagjaldið er hærra og móttökustaðirnir eru fleiri," segir Helgi. Helgi býst reyndar við að gjaldið hækki í 15 krónur á næstunni, en um ár er liðið frá því Endurvinnslan óskað eftir því við umhverfisráðuneytið að fá heimild til að hækka gjaldið. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Skilagjald fyrir einnota drykkjarumbúðir er 50 til 357 prósentum hærra í Danmörku en hér á landi, þar sem gjaldið er 14 krónur. Skilagjaldið hér á að hækka með neysluvísitölu og mun væntanlega hækka um eina krónu á næstunni. Íslendingar eru duglegir við að skila inn einnota umbúðum en um 90 prósent einnota umbúða skila sér til Endurvinnslunnar ár hvert. Skilagjaldið á Íslandi er 14 krónur en í Danmörku er það allt frá tuttugu og einni krónu upp í sextíu og fjórar krónur, allt eftir gerð og stærð umbúðanna. Munurinn er 50 til 357 prósent. Endurvinnslan selur um 700 tonn af áli og 1.800 tonn af plasti á ári til frekari endurvinnslu í útlöndum og er velta fyrirtækisins um 260 milljónir króna á ári. Verð á áli ræður miklu um hag fyrirtækisins en það er fremur lágt um þessar mundir. Helgi Lárusson framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar segir skilagjaldið hér bundið lögum og hækki með neysluvísitölu. Það hafi verið 5 krónur þegar gjaldið var tekið upp árið 1989. "Við höfum reyndar sjálfir óskað eftir hækkun á þessu gjaldi, en það er eins og ég segi ákveðið samkvæmt lögum. Nú er reyndar verið að vinna í að breyta þessum lögum þannig að þetta gæti orðið frjálst. En ég er hins vegar ekki alveg sammála því að gjaldið á Norðurlöndunum sé endilega besta gjaldið," segir Helgi. Víðs vegar um Evrópu utan Norðurlandanna og í Bandaríkjunum sé gjaldið svipað og hér. En væri ekki meira hvetjandi fyrir fólk að skila inn umbúðum ef gjaldið væri t.d. 20 krónur? "Það má alveg velta því fyrir sér. Við sjáum að við erum ekki langt frá Norðurlöndunum í skilum. Við erum með um 90 prósent skil á áli og um 87 prósent í plasti. Þetta er keimlíkt og á hinum Norðurlöndunum sem eru með 90 plús. Þannig að hvatinn þar liggur kannski í því að skilagjaldið er hærra og móttökustaðirnir eru fleiri," segir Helgi. Helgi býst reyndar við að gjaldið hækki í 15 krónur á næstunni, en um ár er liðið frá því Endurvinnslan óskað eftir því við umhverfisráðuneytið að fá heimild til að hækka gjaldið.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira