Innlent

Beint flug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í bígerð

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að viðræður séu í fullum gangi og að málin skýrist á næstu dögum.
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að viðræður séu í fullum gangi og að málin skýrist á næstu dögum.
Bein flug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar eru í bígerð. Ef af verður hefjast flug næsta vor og flogið verður einu sinni í viku. Þetta kemur fram á vef Vikudags.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að viðræður við erlent flugfélag og íslensku ferðaskrifstofuna Trans-Atlantic séu í fullum gangi. Þá tekur hún fram að áhugi erlenda aðilans sé mikill og að málin skýrist að öllum líkindum í næstu viku.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×