Innlent

Frétt Vísis vekur heimsathygli

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fréttavefur TMZ vitnar í frétt Vísis í dag
Fréttavefur TMZ vitnar í frétt Vísis í dag
Frétt Vísis um handtöku Jackass-stjörnunnar Bam Margera hefur nú vakið heimsathygli.

Fréttavefurinn TMZ fjallar um málið og viðtal Stöðvar 2 við Bam Margera í Reykjavík í fyrra. Í viðtalinu viðurkennir hann að hafa valdið skemmdum á bílaleigubíl sem hann þurfti síðan að greiða 1,2 milljónir fyrir. Virðist þó sem hann hafi enn skuldað fyrir skemmdirnar og því var hann handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Hlekkjar TMZ í frétt Vísis og segir í fréttinni að myndbandið sé skemmtilegasta við þetta fyndna atvik enda viðurkenni Margera heila klabbið.

Fleiri vefir hafa tekið upp frétt Vísis. Ber þar helstan að nefna slúðurkónginn Perez Hilton sem vitnar í viðtalið og segir allt málið sprenghlægilegt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×