Lífið

Hjartaknúsari með fótablæti

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr segir í viðtali við tískubloggið Into the Gloss að eiginmaður hennar til þriggja ára, leikarinn Orlando Bloom, sé hrifinn af fótum.

“Ég þarf að halda nöglunum mínum í lagi. Orlando og ég deilum þeirri áráttu – hann er með smá fótablæti,” segir Miranda en saman eiga þau tveggja ára soninn Flynn. Fyrirsætan fer ekki nánar út í þetta fótablæti en segir frá því af hverju hún ákvað að búa til sína eigin húðvörulínu, Kora Organics, árið 2006.

Sæta par.
“Ég byrjaði með Kora því ég leitaði að lífrænum húðvörum en fann engar. Kora er búin til af ást og jákvæðni.”

Feðgarnir á góðri stundu.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.