Lífið

Ekki ást við fyrstu sýn

Leikkonan Cate Blanchett hefur verið gift handritshöfundinum Andrew Upton síðan í desember árið 1997 en í viðtali við spjallþáttakónginn Jay Leno segir hún að þau hafi ekki smollið strax saman.

“Það voru illindi á milli okkar. Hann hélt að ég væri skrýtin og ég hélt að hann væri hrokafullur. Við tengdum ekki og við vorum bæði að hitta annað fólk,” segir Cate en fyrstu ástarneistarnir byrjuðu að fljúga á milli þeirra í póker eitt kvöld.

Stórglæsileg kona - frábær leikkona.
“Eitt kvöldið vorum við að spila póker og hann var að segja mér frá vinkonu minni sem hann var hrifinn af. Allt í einu kysstumst við og hann bað mig um að giftast sér þremur vikum seinna.”

Hugsuður.
Cate og Andrew eiga þrjú börn saman.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.