Enski boltinn

Bates farinn frá Leeds

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hinn umdeildi Ken Bates er hættur sem forseti enska B-deildarfélagsins Leeds. Því fagna sjálfsagt margir stuðningsmenn liðsins.

Bates keypti Leeds árið 2005 og hefur verið afar umdeildur í starfi. Leeds er gamalt stórveldi en hefur ekki komist aftur í deild þeirra bestu eftir að liðið féll árið 2004. Félagið fór í greiðslustöðvun árið 2007 og hóf svo keppni í C-deildinni með fimmtán stig í mínus.

Leeds var svo aftur selt í desember í fyrra en Bates hélt stöðu sinni sem forseti til loka síðasta mánaðar. En hann er nú alfarið hættur afskiptum af félaginu.

Bates er þekktur fyrir að hafa keypt Chelsea fyrir eitt pund á sínum tíma en félagið seldi hann svo dýrum dómi til Roman Abramovich árið 2003. Bates er 81 árs gamall og óvíst hvort hann hafi frekari afskipti af knattspyrnu í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×