Innlent

Blindaðist af sólinni og keyrði á veglokun

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Bíl var ekið á veglokun við gamla veginn niður í Selvog við Selfoss laust fyrir þrjú í dag. Tveir farþegar voru í bílnum og varð talsvert högg af árekstrinum að sögn lögreglu.

Sjúkrabíll var sendur á staðinn og hlúði að farþegum sem áttu við minniháttar meiðsl að stríða. Bílinn skemmdist gjörsamlega, var óökufær og fluttur af staðnum með dráttarbíl. Lokunin, sem var úr tré, brotnaði einnig.

Talið er að ökumaðurinn hafi blindast af sólinni og það orsakað slysið.

Talsverð umferð er í gegnum Selfoss en gengur greiðlega að sögn lögreglu. Sex bílar hafa verið teknir fyrir hraðakstur í dag. Sá sem fór greiðast var tekinn á 140 kílómetra hraða á klukkustund um hálf ellefu á Hellisheiði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×