Enski boltinn

Wenger: Getum barist um titillinn án þess að kaupa

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Wenger hefur stýrt Arsenal liðinu frá árinu 1996.
Wenger hefur stýrt Arsenal liðinu frá árinu 1996.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal í ensku úrvalsdeildinni segir liðið nægilega sterkt til þess að keppast um meistaratitilinn á næsta tímabili, án þess að fá inn nýja leikmenn til félagsins.

„Við erum tilbúnir að kaupa ef réttu leikmennirnir bjóðast. Leikmannakaup og þess háttar er þó ekki einungis undir okkur komin og geta verið flókin. Liðið okkar er mjög sterkt og getum við barist um titillinn á næsta tímabili þó að við kaupum ekki leikmenn."

„Það sem skiptir mestu máli er að finna leikmenn sem hafa gæðin til þess að bæta liðið. Við viljum ekki kaupa leikmann sem eru einungis stórt nafn. Eins og staðan er núna erum við ekki nálægt því að kaupa neinn," sagði Wenger. 

Stuðningsmenn Arsenal eru orðnir langþreyttir á leikmannaviðskiptum liðsins enda flest stóru liðanna í Evrópu að eyða fúlgum fjár á hverju sumri. Arsenal hefur ekki unnið titil í rúmlega átta ár og hefur pressan á Wenger aukist að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×