Enski boltinn

Ranger lét húðflúra nafn sitt á andlitið

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Nile Ranger og húðflúrið góða.
Nile Ranger og húðflúrið góða.
Nile Ranger, fyrrverandi leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni hefur að undanförnu oft komið upp á yfirborð fjölmiðla og þá yfirleitt fyrir misgæfulega hluti.

Nýjasta útspil leikmannsins er húðflúr með eftirnafninu sínu sem hann lét gera á andlitið á sér en hann birti mynd af húðflúrinu á vefsíðu sinni.

Ranger sem er mikill vandræðagemsi og hefur seint verið talinn eðlilegur var fyrir stuttu síðan leystur undan samningi hjá Newcastle en hann var meðal annars ákærður fyrir nauðgun fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×