Enski boltinn

Sir Bobby Charlton: Rooney verður áfram hjá United

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Sir Bobby Charlton
Sir Bobby Charlton
Gamla Manchester United hetjan og stjórnarmaður félagsins, Sir Bobby Charlton, segist handviss um að Wayne Rooney verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili.

Mikið hefur verið rætt um hugsanlega sölu á Rooney en Charlton þvertók fyrir það í viðtali um helgina.

„Wayne Rooney er leikmaður Manchester United og ég hef enga trú á öðru en að það verði áfram raunin á næsta tímabili. Við erum ekki vitlausir og munum ekki taka neinar ákvarðanir í flýti. Við höfum engan áhuga á því að missa góða leikmenn og það er hann svo sannarlega," sagði Sir Bobby að lokum.

Bæði Arsenal og Chelsea eru sögð áhugasöm að fá leikmanninn en United hafnaði meðal annars tilboði frá Chelsea í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×