Enski boltinn

Altidore áttundu sumarkaup Di Canio

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Altidore fagnar marki ásamt Aroni Jóhannssyni á síðustu leiktíð.
Altidore fagnar marki ásamt Aroni Jóhannssyni á síðustu leiktíð. Nordicphotos/Getty
Sunderland gekk í gær frá kaupum á bandaríska landsliðsmanninum Jozy Altidore frá AZ Alkmaar í Hollandi.

Altidore, sem er 23 ára sóknarmaður, skrifaði undir fjögurra ára samning við Svörtu kettina. Kaupverðið var ekki gefið upp en það er talið nema um 8 milljónum punda.

Altidore þekkir ágætlega til á Englandi en hann spilaði um tíma sem lánsmaður hjá Hull er hann var samningsbundinn Villarreal á Spáni. Altidore gekk illa að skora mörk fyrir Hull en var í banastuði með bikarmeisturum AZ Alkmaar á liðinni leiktíð.

Sunderland ku einnig hafa áhuga á að fá kantmanninn Emanuele Giaccerini frá Juventus, argentínska varnarmanninn Gino Peruzzi frá Velez Sarsfield og El-Hadji Ba á frjálsri sölu frá Le Havre.

Staðarblaðið Sunderland Echo greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×