Enski boltinn

Efnilegur Börsungur lánaður til Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Everton hefur komist að samkomulegi við Barcelona um að fá táninginn Gerard Deulofeu að láni allt næsta tímabil.

Deulofeu þykir stórefnilegur sóknarmaður en hann skoraði átján mörk í 32 leikjum B-liðs Barcelona á síðustu leiktíð. Hann skrifaði nýverið undir langtímasamning við félagið.

„Gerard er sannkallaður gimsteinn úr spænskri knattspyrnu og drengur með ótrúlega hæfileika. Ég er hæstánægður með að hann valdi Everton sem næsta viðkomustað sinn,“ sagði Roberto Martintez, stjóri Everton.

Everton hefur styrkt leikmannahópinn með fjórum nýjum leikmönnum síðustu þrjá dagana en auk Deulofeu samdi Everton við þá Arouna Kone, Antolin Alcaraz og Joel Robles.

Deulofeu kemur úr hinni rómuðu La Masia knattspyrnuakademíu og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Spánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×