Innlent

Nota munninn og tærnar þegar þau mála

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Edda Heiðrún Backman og Tom Yendell opnuðu sýningu á verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær en þau eiga það sameiginlegt að nota munnin og tærnar þegar þau mála. Edda Heiðrún sýnir meðal annars sautján portrettmyndir af fjölskyldu sinni. 

Edda Heiðrún er með 34 verk á sýningunni, allt ný verk, þar af 17 myndir af fjölskyldu sinni, portrettmynd af hverjum á einum.  Allar myndirnar málar hún með penslinum í  munninum en hún segist mála alla virka daga vikunnar. Fuglar eru í sérstöku uppáhaldi hjá Eddu Heiðrúnu.

Tom Yendell, sem er frá Bretlandi sýnir með Eddu Heiðrúnu í Ráðhúsinu en hann málar með pensilinn á milli tánna, það er ótrúlegt að sjá hvernig hann fer að þessu. Saman eru hann og Edda félagar í alþjóðlegum samtökum með 800 listamönnum frá 76 löndum, sem eiga það sameiginlegt  að mála annað hvort með pensil í munninum eða á milli tána.

Á dag klukkan tvö verður Tom með fyrirlestur um starfsemi samtakanna Tjarnarsal Ráðhússins og þá ætlar hann og Edda Heiðrún að sýna gestum myndlistartækni sína.

Nánar um sýninguna af vef Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×