Ætlar að semja smell um Ísland Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. júlí 2013 19:24 Nile Rodgers, einn vinsælasti og áhrifamesti tónlistarmaður fyrr og síðar, er mættur til landsins en hann mun blása til tónlistarveislu í Hörpu á morgun. Kappinn hefur hug á að semja eitt stykki smell um Ísland. Hvert einasta mannsbarn þekkir lög á borð við Like a Virgin með Madonnu, Let's Dance með David Bowie og Wild Boys með Duran Duran. Maðurinn á bak við þessi lög er þó ekki jafn þekktur en það er Nile nokkur Rodgers, Bandaríkjamaður, fæddur árið 1952. Rodgers hefur komið að samningu eða upptökustjórn margra af þekktustu og vinsælustu lögum síðustu ára. Þrátt fyrir að hafa efnast gríðarlega á lögum sínum hefur Rodgers haldið áfram að koma fram víða um heim og um leið sveiflast meistarinn á milli tónlistarstefna. Hann heldur tónleika í Hörpu á morgun með hljómsveit sinni, Chic. „Við förum í gegnum lífshlaup mitt á tónleikunum og sögu vinsælla laga minna,“ segir Rodgers. „Við förum frá Chic, Sister Sledge, Diana Ross til Madonnu, David Bowie, Duran Duran og svo aftur til Chic. Við vinnum okkur í gegnum lífshlaup okkar.“Nile Rodgers á tónleikum.MYND/GETTY„Tengsl mín við David Bowie voru mér mest gefandi því þau voru á tímapunkti í lífi mínu þegar ég lenti 6 sinnum í röð í skakkaföllum.“ Snilld Rodgers ómar nú í eyrum nýrrar kynslóðar en samstarf hans og hljómsveitarinnar Daft Punk þekkja flestir og nægir að nefna á smellinn Get Lucky í þeim efnum. „Þetta er sláandi fyrir okkur,“ segir Rodgers um vinsældir lagsins. „Þegar við tókum þessa skífu upp gerðum við það eins og alltaf: Þetta kom frá hjartanu og við trúðum á verkefnið. Við vissum að þetta yrði ólíkt því sem er á döfinni núna. Þetta var af gamla skólanum. Fólk virðist tengjast þessum hljóm.“ Það er hægara sagt en gert að viðhalda sköpunargleðinni eftir öll þessi. Rodger virðist þó ekki eiga í erfiðleikum með það. Hann líkir sköpunargáfu sinni við skrítin sjúkdóm, sem í sífellu hvíslar að honum. „Það er ekki auðvelt að skapa tónlist sem fer á toppinn en það er auðvelt að koma með tónlistarhugmyndir, laglínur, samhljóm, mótíf, hrynjanda því ég byggi alla tónlist mína á raunverulegum atburðum.“ „Ég ábyrgist að ég mun semja eitthvað um veru mína á Íslandi. Ég veit ekki hver útkoman verður en slíkt gerist alltaf hjá mér,“ segir Rodgers að lokum. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Nile Rodgers, einn vinsælasti og áhrifamesti tónlistarmaður fyrr og síðar, er mættur til landsins en hann mun blása til tónlistarveislu í Hörpu á morgun. Kappinn hefur hug á að semja eitt stykki smell um Ísland. Hvert einasta mannsbarn þekkir lög á borð við Like a Virgin með Madonnu, Let's Dance með David Bowie og Wild Boys með Duran Duran. Maðurinn á bak við þessi lög er þó ekki jafn þekktur en það er Nile nokkur Rodgers, Bandaríkjamaður, fæddur árið 1952. Rodgers hefur komið að samningu eða upptökustjórn margra af þekktustu og vinsælustu lögum síðustu ára. Þrátt fyrir að hafa efnast gríðarlega á lögum sínum hefur Rodgers haldið áfram að koma fram víða um heim og um leið sveiflast meistarinn á milli tónlistarstefna. Hann heldur tónleika í Hörpu á morgun með hljómsveit sinni, Chic. „Við förum í gegnum lífshlaup mitt á tónleikunum og sögu vinsælla laga minna,“ segir Rodgers. „Við förum frá Chic, Sister Sledge, Diana Ross til Madonnu, David Bowie, Duran Duran og svo aftur til Chic. Við vinnum okkur í gegnum lífshlaup okkar.“Nile Rodgers á tónleikum.MYND/GETTY„Tengsl mín við David Bowie voru mér mest gefandi því þau voru á tímapunkti í lífi mínu þegar ég lenti 6 sinnum í röð í skakkaföllum.“ Snilld Rodgers ómar nú í eyrum nýrrar kynslóðar en samstarf hans og hljómsveitarinnar Daft Punk þekkja flestir og nægir að nefna á smellinn Get Lucky í þeim efnum. „Þetta er sláandi fyrir okkur,“ segir Rodgers um vinsældir lagsins. „Þegar við tókum þessa skífu upp gerðum við það eins og alltaf: Þetta kom frá hjartanu og við trúðum á verkefnið. Við vissum að þetta yrði ólíkt því sem er á döfinni núna. Þetta var af gamla skólanum. Fólk virðist tengjast þessum hljóm.“ Það er hægara sagt en gert að viðhalda sköpunargleðinni eftir öll þessi. Rodger virðist þó ekki eiga í erfiðleikum með það. Hann líkir sköpunargáfu sinni við skrítin sjúkdóm, sem í sífellu hvíslar að honum. „Það er ekki auðvelt að skapa tónlist sem fer á toppinn en það er auðvelt að koma með tónlistarhugmyndir, laglínur, samhljóm, mótíf, hrynjanda því ég byggi alla tónlist mína á raunverulegum atburðum.“ „Ég ábyrgist að ég mun semja eitthvað um veru mína á Íslandi. Ég veit ekki hver útkoman verður en slíkt gerist alltaf hjá mér,“ segir Rodgers að lokum.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira