Enski boltinn

Rooney sagður reiður og ringlaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fréttamiðlar Sky Sports og BBC fullyrtu í gærkvöldi að Wayne Rooney væri óánægður með þá meðhöndlun sem hann hefur fengið hjá Manchester United á síðustu vikum og mánuðum.

Rooney var settur út úr liði United á síðustu leikjum liðsins á liðnu tímabili eftir að hann fór fram á sölu frá félaginu. Nýr stjóri United, David Moyes, lýsti því svo yfir í upphafi mánaðarins að leikmaðurinn væri ekki til sölu.

Rooney sneri til baka úr æfingaferð United vegna meiðsla og síðan þá hefur hann rætt við forráðamenn United um framtíð sína hjá félaginu, er fullyrt í fréttum bresku miðlanna. Hann á tvö ár eftir af núverandi samningi sínum við félagið og Ed Woodward, framkvæmdarstjóri United, hefur áður staðfest að það sé ekki á dagskránni að ræða nýjan samning.

Samkvæmt heimildum breskra miðla er Rooney hissa á þeirri meðferð sem hann hefur fengið en hann telur sig ekki þurfa að sanna neitt fyrir þjálfurum félagsins. Hann sé bæði reiður og ringlaður vegna þessa.

Moyes hefur ítrekað að Rooney sé ekki til sölu en um leið sagt að enginn leikmaður sé mikilvægari en félagið, hvorki Wayne Rooney né nokkur annar leikmaður.

Rooney hefur verið orðaður við bæði Arsenal og Chelsea á síðustu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×