Enski boltinn

Giroud með þrennu | Mourinho byrjar á sigri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Olivier Giroud í leiknum í dag
Olivier Giroud í leiknum í dag Mynd / Getty Images
Enska knattspyrnuliðið Arsenal vann auðveldan sigur, 7-1,  á víetnamska landsliðinu í vináttuleik í Hanoi, höfuðborg Víetnam en Olivier Giroud skoraði þrennu fyrir Arsenal.

Arsenal komst í 7-0 í leiknum en Víetnamar náðu að minnka muninn í síðari hálfleiknum. Giroud var í vandræðum með að finna markið á síðustu leiktíð fyrir Arsenal og því spurning hvort hann sé að finna sitt rétta andlit.

Chelsea bar sigur út býtum, 1-0,  gegn Singha All-Stars fyrr í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Jose Mourinho eftir að hann tók við liðinu á ný.

Romelu Lukaku gerði eina mark leiksins en hann hefur verið á láni hjá WBA en er kominn á ný í herbúðir Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×