Enski boltinn

Negredo á leið í læknisskoðun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Allt útlit er fyrir að Alvaro Negredo verði orðinn leikmaður Manchester City innan skamms en enskir fjömliðlar greina frá því að hann muni gangast undir læknisskoðun í dag.

Negredo er 27 ára sóknarmaður sem kemur frá Sevilla, líkt og Jesus Navas sem gekk nýverið til liðs við City. Talið er að kaupverðið sé um 20 milljónir punda eða um 3,7 milljarðar króna.

„Ég átti fjögur hamingjusöm ár í Sevilla en ég held að tími minn hjá félaginu hafi verið liðinn,“ sagði Negredo á blaðamannafundi í Sevilla á dögunum.

Manuel Pellegrini, nýráðinn stjóri City, hefur þar að auki fengið miðjumanninn Fernandinho frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu auk þess sem að Stevan Jovetic, leikmaður Fiorentina, hefur verið orðaður við City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×