Enski boltinn

Crystal Palace klófestir fyrirliða spænska U-20 landsliðsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jose Campana í leik með spænska U-20 landsliðsins í sumar.
Jose Campana í leik með spænska U-20 landsliðsins í sumar. Mynd / AFP
Enska knattspyrnufélagið Crystal Palace hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Jose Campana en leikmaðurinn kemur frá Sevilla.

Þessi tvítugi Spánverji  var fyrirliði spænska U20 liðsins sem tók þátt á heimsmeistaramótinu í Tyrklandi fyrr í sumar. Frakkar unnu mótið en Spánverjar féllu úr leik í 8-liða úrslitum gegn Úrúgvæ.

„Ég tel að þetta sé rétta skrefið fyrir mig persónulega og ég er virkilega spenntur,“ sagði Campana á heimasíðu Crystal Palace.

Campana hefur ekki náð að vinna sig inn í byrjunarlið Sevilla.

„Ég hef verið í töluverðum vandræðum hjá mínu heimafélagi og því tek ég þessa ákvörðun. Ég hlakka mikið til að leika í ensku úrvalsdeildinni.“

Crystal Palace komst einmitt upp í deild þeirra bestu á síðustu leiktíð og er félagið að styrkja sig fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×