Enski boltinn

Moyes: Ekkert breyst varðandi Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Moyes segir að afstaða félagsins gagnvart Wayne Rooney hafi ekkert breyst. Leikmaðurinn er ekki til sölu. Moyes á von á því að fá fréttir af mögulegum kaupum á Cesc Fabregas innan skamms.

Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Ástralíu í nótt en United er þar statt í æfingaferð. Chelsea lagði fram tilboð í Rooney í vikunni og var Moyes spurður út í það. Svar hans var einfalt: „Afstaða félagsins hefur ekki breyst,“ sagði Moyes.

Rooney er sagður óánægður hjá United en þrátt fyrir það hafa forráðamenn United ekki í  huga að ræða við hann um mögulega sölu né heldur framlengingu á samningi hans, en Rooney á tvö ár eftir af núverandi samningi sínum.

Manchester United lagði fram tilboð í Cesc Fabregas, leikmann Barcelona, á dögunum og vonast Moyes til að eitthvað meira gerist í þeim málum á næstunni.

„Við viljum styrkja hópinn og höfum verið að leggja mikið á okkur til þess. Vonandi eru góðar fréttir væntanlegar innan skamms. Ég veit vonandi meira á morgun,“ sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×