Enski boltinn

Jovetic á leið til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fiorentina hefur samþykkt að selja sóknarmanninn Stevan Jovetic til Manchester City. Félagið staðfesti þetta í gærkvöldi.

Jovetic er landsliðsmaður frá Svartfjallalandi og en hann skorað þrettán mörk í 31 leik með Fiorentina á síðustu leiktíð.

Hann hefur verið orðaður við City í nokkurn tíma og hafa viðræður félaganna loks borið árangur.

Manuel Pellegrini, stjóri City, hefur verið duglegur á leikmannamarkaðnum í sumar en þeir Jesus Navas og Alvaro Negredo eru báðir komnir frá Sevilla og Fernandinho frá Shakhtar Donetsk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×