Enski boltinn

Cesar vill vera áfram í London

Cesar fagnar í gær.
Cesar fagnar í gær.
Brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Julio Cesar er sterklega orðaður við Arsenal en hann mun fara í að ganga frá sínum málum mjög fljótlega.

Þessi fyrrum markvörður Inter er á óskalista ítalska liðsins Roma en honum líkaði lífið vel í London þar sem hann spilaði með QPR.

"Sonur minn vill vera áfram í London og ég líka. Ég elska borgina og nýt mín virkilega í London," sagði Cesar.

QPR gerir ekki ráð fyrir að halda honum og mun samþykkja sanngjarnt tilboð í markvörðinn sem orðinn er 33 ára.

Hann stóð sig mjög vel með brasilíska landsliðinu í Álfukeppninni og var valinn besti markvörður keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×