Enski boltinn

Moyes tók þrjá aðstoðarmenn með sér til United

David Moyes.
David Moyes. Vísir/Getty
Skotinn David Moyes tók formlega við starfi sínu sem knattspyrnustjóri hjá Man. Utd í dag. Hann notaði tækifærið til þess að kynna aðstoðarfólk sitt.

Aðstoðarmaður hans verður Steve Round en hann hefur starfað við hlið Moyes síðan 2008. Moyes vildi ekki missa hann frá sér.

Chris Woods verður markvarðarþjálfari United en hann hafði verið markvarðaþjálfari hjá Everton síðan 1998. Jimmy Lumsden verður einnig þjálfari en hann er reynslumikill kappi.

Fyrsta æfing Moyes með liðinu verður á fimmtudag en hann þarf væntanlega að vinna í stöðu Wayne Rooney fram að því hið minnsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×