Vilja fresta þingi í haust vegna fjárlagagerðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júlí 2013 18:31 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra óskuðu eftir því á fundi með oddvitum stjórnarandstöðuflokkanna að þingi yrði frestað í haust um þrjár vikur. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin telur að ekki takist að ljúka gerð fjárlaga í tæka tíð. Fjárlagagat vegna aðgerða á sumarþingi nálgast 20 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson funduðu í síðustu viku með Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Jóni Þór Ólafssyni. Tilgangur fundarins var, samkvæmt heimildum fréttastofunnar, að óska eftir því að þingsetningu í haust yrði frestað þar sem ekki tækist að ljúka gerð fjárlaga í tæka tíð, en fyrsta þingmálið sem lagt er fram við upphaf þings að hausti er fjárlagafrumvarpið.Leggja áherslu á samstöðu um breytingarnar Skýringarnar sem gefnar voru á fundinum var sú að fjárlögin yrðu ekki tilbúin í byrjun september. Samhliða gerð fjárlaga þarf að leggja fram í fyrsta sinn frumvarp um tekjuöflun, þ.e bandorminn svokallaða, en hingað til hefur fjármálaráðherra verið heimilt að leggja það fram síðar. Á fundinum í síðustu viku var rætt um að fresta einnig framlagningu þessa frumvarps. Breyta þarf þingskaparlögum ef þetta á að ganga eftir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu leggja formenn stjórnarflokkanna ríka áherslu á að samstaða skapist um þetta á Alþingi. Samkvæmt þingskaparlögum er samkomudagur þingsins annar þriðjudagur í september, sem er 10. september næstkomandi. Á fundinum munu ráðherrarnir tveir hafa farið fram á að þinginu yrði frestað til 1. október. Ráðherrarnir funduðu með oddvitum stjórnarandstöðuflokkanna öðru sinni í dag vegna málsins. Þessum fundi lauk skömmu fyrir kl. fimm í dag. Ráðherrarnir gáfu ekki færi á viðtali nú síðdegis vegna anna, en þeir voru báðir fastir á fundum. Bjarni Benediktsson sagði hins vegar í samtali við fréttastofu að engin niðurstaða hefði fengist. Áfram yrði fundað um málið. Auka útgjöld ríkisins og draga úr tekjum þess Ríkisstjórnin hefur strax á fyrstu vikum sínum kynnt mál sem annars vegar auka útgjöld ríkisins og hins vegar draga úr tekjum þess. Sum þessara mála hafa þegar raungerst í formi lagafrumvarpa. Hér má nefna minni tekjur af veiðigjöldum, en frumvörp þess efnis liggja fyrir þinginu. Þá má nefna frumvarp um afnám hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu úr 7 prósentum í 14 prósent. Þá eru uppi áform um lækkun tryggingargjalds á fyrirtæki, þótt prósentan hafi ekki verið kynnt opinberlega. Ríkissjóður verður jafnframt fyrir tekjumissi þegar ákvæði um tímabundinn auðlegðarskatt rennur út. Í lögunum um hann var sólarlagsákvæði en fyrrverandi ríkisstjórn hafði uppi áform um framlengingu þess. Ekki stendur til að endurnýja það. Þannig falla lögin sjálfkrafa úr gildi um næstu áramót. Ljóst er að ef markmið um jöfnuð í ríkisfjármálum á að halda þarf að skera niður á móti þessum tekjumissi ef ekki koma til örvandi aðgerðir sem auka tekjur ríkissjóðs, en formenn stjórnarflokkanna hafa lagt ríka áherslu á að senda jákvæð skilaboð út í atvinnulífið. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra óskuðu eftir því á fundi með oddvitum stjórnarandstöðuflokkanna að þingi yrði frestað í haust um þrjár vikur. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin telur að ekki takist að ljúka gerð fjárlaga í tæka tíð. Fjárlagagat vegna aðgerða á sumarþingi nálgast 20 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson funduðu í síðustu viku með Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Jóni Þór Ólafssyni. Tilgangur fundarins var, samkvæmt heimildum fréttastofunnar, að óska eftir því að þingsetningu í haust yrði frestað þar sem ekki tækist að ljúka gerð fjárlaga í tæka tíð, en fyrsta þingmálið sem lagt er fram við upphaf þings að hausti er fjárlagafrumvarpið.Leggja áherslu á samstöðu um breytingarnar Skýringarnar sem gefnar voru á fundinum var sú að fjárlögin yrðu ekki tilbúin í byrjun september. Samhliða gerð fjárlaga þarf að leggja fram í fyrsta sinn frumvarp um tekjuöflun, þ.e bandorminn svokallaða, en hingað til hefur fjármálaráðherra verið heimilt að leggja það fram síðar. Á fundinum í síðustu viku var rætt um að fresta einnig framlagningu þessa frumvarps. Breyta þarf þingskaparlögum ef þetta á að ganga eftir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu leggja formenn stjórnarflokkanna ríka áherslu á að samstaða skapist um þetta á Alþingi. Samkvæmt þingskaparlögum er samkomudagur þingsins annar þriðjudagur í september, sem er 10. september næstkomandi. Á fundinum munu ráðherrarnir tveir hafa farið fram á að þinginu yrði frestað til 1. október. Ráðherrarnir funduðu með oddvitum stjórnarandstöðuflokkanna öðru sinni í dag vegna málsins. Þessum fundi lauk skömmu fyrir kl. fimm í dag. Ráðherrarnir gáfu ekki færi á viðtali nú síðdegis vegna anna, en þeir voru báðir fastir á fundum. Bjarni Benediktsson sagði hins vegar í samtali við fréttastofu að engin niðurstaða hefði fengist. Áfram yrði fundað um málið. Auka útgjöld ríkisins og draga úr tekjum þess Ríkisstjórnin hefur strax á fyrstu vikum sínum kynnt mál sem annars vegar auka útgjöld ríkisins og hins vegar draga úr tekjum þess. Sum þessara mála hafa þegar raungerst í formi lagafrumvarpa. Hér má nefna minni tekjur af veiðigjöldum, en frumvörp þess efnis liggja fyrir þinginu. Þá má nefna frumvarp um afnám hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu úr 7 prósentum í 14 prósent. Þá eru uppi áform um lækkun tryggingargjalds á fyrirtæki, þótt prósentan hafi ekki verið kynnt opinberlega. Ríkissjóður verður jafnframt fyrir tekjumissi þegar ákvæði um tímabundinn auðlegðarskatt rennur út. Í lögunum um hann var sólarlagsákvæði en fyrrverandi ríkisstjórn hafði uppi áform um framlengingu þess. Ekki stendur til að endurnýja það. Þannig falla lögin sjálfkrafa úr gildi um næstu áramót. Ljóst er að ef markmið um jöfnuð í ríkisfjármálum á að halda þarf að skera niður á móti þessum tekjumissi ef ekki koma til örvandi aðgerðir sem auka tekjur ríkissjóðs, en formenn stjórnarflokkanna hafa lagt ríka áherslu á að senda jákvæð skilaboð út í atvinnulífið.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira