Enski boltinn

Obi Mikel orðaður við Galatasaray

Obi Mikel í leik með Chelsea.
Obi Mikel í leik með Chelsea.
Þó svo Nígeríumaðurinn John Obi Mikel eigi enn fjögur ár eftir af samningi sínum við Chelsea segist hann ekki vera viss um framtíð sína hjá félaginu.

Það er kominn nýr stjóri til félagsins, Jose Mourinho, og þó svo þeir þekkist vel þá er Obi Mikel ekki viss um sína stöðu.

"Maður veit aldrei í fótbolta. Það getur allt breyst á einum degi," sagði Obi Mikel sem hefur nýlokið keppni í Álfukeppninni með Nígeríu.

Hann hefur verið orðaður við tyrkneska félagið Galatasaray upp á síðkastið og þessi orð hans ýta undir þann orðróm að hann sé á förum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×