Enski boltinn

Samba á leiðinni til Anzhi Makhachkala á ný

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chris Samba
Chris Samba Mynd / Getty Images
Rússneska knattspyrnuliðið Anzhi Makhachkala  er við það að ganga frá kaupunum á Chris Samba frá QPR en leikmaðurinn lék áður með rússneska liðinu.

Anzhi Makhachkala  mun greiða 12 milljónir punda fyrir varnarmanninn en það er það sama og QPR þurfti að borga fyrir leikmanninn í janúarglugganum á þessu ári en leikmaðurinn mun vera með 100.000 pund á viku hjá QPR.

Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og verður því að sníða sér stakk eftir vexti og lækka allan kostnað.

Samba er því á leiðinni til rússneska félagsins á ný. Eigendur Anzhi Makhachkala  eru vellauðugir en launahæsti leikmaður heimsins Samuel Eto leikur með liðinu.

Því verður ekki mikið mál að greiða Samba nokkuð mannsæmandi laun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×