Enski boltinn

Phil Neville ráðinn í þjálfarateymi United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Phil Neville og Ryan Giggs við æfingasvæði United fyrr í dag.
Phil Neville og Ryan Giggs við æfingasvæði United fyrr í dag. Mynd / Getty Images
Forráðamenn Manchester United hafa staðfest að félagið hefur ráðið Phil Neville í þjálfarateymi liðsins.

Phil Neville lék í áraraðir hjá Manchester United áður en hann gekk í raðir Everton. Það lék hann síðustu ár ferilsins áður en hann lagði skóna á hilluna í vor.

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur stýrt Everton síðastliðin ár og tekur því Neville með sér á ný yfir til United.

Ryan Giggs var fyrr í daginn einnig ráðinn í þjálfarateymið en hann mun vera spilandi þjálfari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×