Enski boltinn

Ba gæti verið á leiðinni til Rússlands

Ba fagnar með Chelsea.
Ba fagnar með Chelsea.
Framtíð framherjans Demba Ba hjá Chelsea er í óvissu en stjóri félagsins, Jose Mourinho, er ekki sagður hafa mikla trú á honum.

The Times greinir frá því að forráðamenn Anzhi séu meðvitaðir um þetta og séu þegar farnir að leggja út netin fyrir leikmanninn.

Ba kom til Chelsea í janúar síðastliðnum og þótti standa sig vel. Ekki nógu vel fyrir Mourinho sem ætlar að veðja á aðra menn.

Romelu Lukaku kemur til baka eftir fínt ár með WBA og Andre Schürrle er kominn frá Leverkusen. Svo er Fernando Torres enn til staðar og Chelsea er á eftir Edinson Cavani.

Ba vill ekki spila fyrir eitthvert af slakari liðum úrvalsdeildarinnar og gæti verið til í nýtt ævintýri í Rússlandi með Anzhi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×