Enski boltinn

Jakki boltastráksins kominn á uppboð

Morgan við hlið jakkans.
Morgan við hlið jakkans. mynd/ebay
Eitt eftirminnilegasta atriði síðari ára í enska boltanum er þegar Eden Hazard, leikmaður Chelsea, sparkaði í boltastrák hjá Swansea í vetur.

Boltastrákurinn var þá augljóslega að reyna að tefja og Hazard hafði lítinn tíma fyrir það og sparkaði í drenginn. Fékk leikmaðurinn að líta rauða spjaldið fyrir sparkið.

Drengurinn, Charlie Morgan, var í kjölfarið frægur út um allan heim. Hann hefur nú sett jakkann sem hann var í þetta örlagarík kvöld á uppboð á Ebay.

Ágóðinn mun renna í góðargerðarmál. Hægt er að bjóða í jakkann hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×