Enski boltinn

Ferguson á leið undir hnífinn

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
David Moyes, nýr stjóri Man. Utd, þarf ekki að óttast að Sir Alex Ferguson, fráfarandi stjóri félagsins, líti yfir öxlina á honum í fyrstu leikjum tímabilsins.

Ferguson er nefnilega á leið í aðgerð á mjöðm sem mun gera það að verkum að hann verður rúmliggjandi og getur lítt farið í nokkurn tíma.

Ferguson á bókaða aðgerð í lok mánaðarins og verður ekki kominn á ról þegar leikurinn um Samfélagsskjöldinn fer fram þann 11. ágúst.

Ferguson verður líklega ekki orðinn nógu góður til þess að mæta á fyrstu leiki United í deildinni þannig að Moyes verður einn um athyglina.

Ferguson mun samt líklega reyna að þrjóskast við og mæta á fyrsta heimaleik Moyes en hann er gegn Jose Mourinho og strákunum hans í Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×