Enski boltinn

Crouch tók vélmennadansinn á Ibiza | Myndband

Crouch tekur dansinn í leik gegn Jamaíka.
Crouch tekur dansinn í leik gegn Jamaíka.
Hinn stóri enski framherji, Peter Crouch, sló í gegn á sínum tíma með eftirminnilegu vélmennadansfagni. Hann lifir enn á þessu fagni í dag.

Crouch er ásamt eiginkonu sinni á Ibiza og þar hefur verið mikið stuð síðustu daga. Fjöldi knattspyrnumanna er þar í fríi og eru næturklúbbarnir skoðaðir langt fram eftir nóttu.

Crouch sló í gegn hjá fólkinu á Ibiza um daginn er hann steig upp á borð fyrir framan fjölda manns og spólaði sér í dansinn góða.

Hann hefur greinilega ekki gleymt því hvernig á að taka vélmennadansinn þó svo mörkin verði sífellt færri hjá honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×