Enski boltinn

Moyes: Ætla að stýra liðinu á minn hátt

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Það er verðugt verkefni sem býður Moyes enda forveri hans sá allra sigursælasti í sögu félagsins.
Það er verðugt verkefni sem býður Moyes enda forveri hans sá allra sigursælasti í sögu félagsins.
David Moyes, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United segist ætla að stýra félaginu á sinn hátt. Moyes tók við af Sir Alex Ferguson  nú í sumar og er pressan á honum í samræmi við það.

Moyes segist vera bjartsýnn á framhaldið og stuðningur Sir Alex sé ómetanlegur þegar hann reynir að fóta sig í nýja starfinu.

„Ég heyrði svo marga segja mér að það væri ekki hægt að taka við af Sir Alex og að maður ætti að forðast starfið. Ég hugsaði um það þannig í upphafi en það breyttist allt þegar mér var boðin staðan. Á endanum vilja allir knattspyrnustjórar stýra Manchester United," sagði Moyes.

„Um leið og ég heyrði af því að Ferguson vildi fá mig í starfið var þetta aldrei spurning. Hans stuðningur hefur verið ómetanlegur og hefur hann verið mjög hjálpsamur. Hann skilur eftir sig frábært lið af sigurvegurum. Ég mun stýra liðinu á minn hátt eins og ég hef alltaf gert," sagði David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×