Enski boltinn

Knattspyrnumaður ákærður fyrir nauðgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nile Ranger, fyrrum leikmaður Newcastle, hefur verið ákærður fyrir nauðgun en lögregluyfirvöld í Bretlandi staðfesti þetta í dag.

Nauðgunin mun hafa átt sér stað á hótelherbergi þann 23. janúar síðastliðinn og var Ranger handtekinn. Mál hans verður tekið fyrir í dómssal í næsta mánuði.

Newcastle rifti samningi sínum við Ranger í mars og hefur ekki samið við annað félag. Hann spilaði reglulega með liðinu í ensku B-deildinni tímabilið 2009-2010 en fékk færri tækifæri eftir að liðið komast aftur upp í úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×