Enski boltinn

Benteke vill losna frá Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Belginn Christian Benteke hefur lagt inn formlega félagaskiptabeiðni til vinnuveitenda sinna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa.

Benteke sló í gegn með Villa á síðustu leiktíð og var orðaður við önnur félög, til að mynda Arsenal og Tottenham.

Hann fór ekki með liði Aston Villa til Þýskalands þar sem liðið mun hefja undirbúningstímabilið sitt í vikunni.

Benteke, sem er 22 ára, kom í fyrra frá Genk fyrir átta milljónir punda en hann er í dag sagður vera um 25 milljóna punda virði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×